Þá verður rætt við forstjóra Húsasmiðjunnar sem hafnar því að vörur hafi veirð hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst.
Við kíkjum á Bessastaði en umhverfisráðherra undirritaði í morgun friðlýsingu Bessastaðaness. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir um mikilvægt skref að ræða, til að vernda náttúruna á svæðinu og tryggja komandi kynslóðum ósnortin útivistarsvæði.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.