Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 10:52 Misjafnt var hvernig KA-menn ferðuðust heim til Akureyrar eftir leikinn við KR. Þorri Mar Þórisson (t.v. á mynd) var einn þriggja sem urðu eftir í Reykjavík. vísir/Diego Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson greindi fyrst frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Um er að ræða þá Harley Willard, Pætur Petersen og Þorra Mar Þórisson, sem allir komu við sögu í 2-0 tapinu gegn KR í Bestu deildinni í fótbolta á laugardaginn. „Þeir brutu reglur. Þeir ferðuðust ekki eins og átti að ferðast úr leiknum á móti KR, samkvæmt mínum heimildum fyrir norðan, og brutu þar með reglur og voru ekki í hóp út af því,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni. „Ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, staðfesti þetta við Vísi í dag en sagði enga dramatík í málinu og að leikmennirnir þrír yrðu allir til taks í næsta leik, undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. „Við ferðumst saman í leiki og saman heim. Það var frí frá æfingum daginn eftir leikinn við KR og þessir þrír ákváðu að verða eftir í Reykjavík, en báðu ekki um leyfi til þess. Þess vegna ákváðum við að þeir yrðu ekki í hóp í þessum eina leik [við ÍBV á miðvikudag],“ segir Hallgrímur. „Ég ræddi við þá og þeir sýndu þessu skilning. Það er bara ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir, að menn ákveði sjálfir að ferðast ekki með liðinu,“ segir Hallgrímur. Klippa: Stúkan: Agabönn hjá KA KA tapaði einnig leiknum við ÍBV, 2-0, og hefur þar með tapað fimm af sex útileikjum sínum á tímabilinu. Þrátt fyrir það er liðið í 6. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir fjórtán leiki. En hvað veldur þessu slaka gengi á útivelli? Þarf að endurskoða hvernig liðið ferðast í leiki? „Við erum að ferðast nákvæmlega eins og við höfum gert öll árin, fljúgum í útileiki og keyrum heim. Svo menn eru ekkert þreyttir í leikjum en kannski smá lemstraðir daginn eftir,“ segir Hallgrímur og bendir á að miðað við helstu tölfræðiþætti gæti gengi KA hæglega verið betra í síðustu leikjum: „Tölfræðin er ekki slæm í síðustu leikjum en við skorum ekki mark og ef við skorum ekki fyrsta markið þá er þetta alltaf erfitt,“ segir Hallgrímur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA ÍBV spyrnti sér frá fallsvæði Bestu-deildar karla í fótbolta með 2-0 sigri gegn KA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 28. júní 2023 18:54