Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 21:25 Sean Caddle var dæmdur í 24 ára fangelsi í Newark í New Jersey í dag fyrir að hafa borgað tveimur mönnum til að drepa kollega sinn. Samsett/Twitter/Getty Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira