Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 20:10 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira