Banna jákvæða mismunun kynþátta Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:36 Stuðningsfólk jákvæðrar mismununar fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna þegar hann hlýddi á málflutning í málinu gegn háskólunum í október. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira