Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 13:24 Landsréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað. Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað.
Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira