Íslensku strákarnir spila um verðlaun á HM Óskar Ófeigur Jónsson og Sindri Sverrisson skrifa 29. júní 2023 15:20 Þorsteinn Leó Gunnarsson átti magnaðan leik í dag og skoraði ellefu mörk. Hann var skiljanlega valinn maður leiksins. IHF Ísland leikur um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta, eftir að hafa slegið út Portúgal í 8-liða úrslitum í Berlín í dag með 32-28 sigri. Í undanúrslitunum mæta strákarnir sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Króatíu sem fram fer síðar í dag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor. Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor.
Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01