Sigurður Ragnar: Erum að vinna í að fá styrkingu Kári Mímisson skrifar 28. júní 2023 22:18 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur á von á liðsstyrk í júlí. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur var að vonum vonsvikinn með 2-0 tap sinna manna gegn KR nú í kvöld. Siggi Raggi viðurkendi að betra liðið hefði sigrað en á sama tíma sagðist hann geta tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira