NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 14:15 Jimmie Johnson með eiginkonu sinni Chöndru Janway eftir keppni í Texas árið 2012. Foreldrar hennar fundist látnir af völdum skotsára í Oklahoma á mánudag. AP/Tim Sharp Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Keppnislið Johnson, Legacy Motor Club, tilkynnti í gær að hann tæki ekki þátt í kappakstri á götum Chicago um helgina. Fjölskylda hans óskaði eftir næði og ætlaði ekki að tjá sig frekar. LEGACY MOTOR CLUB has elected to withdraw the No. 84 Carvana Chevrolet from this weekend s NASCAR Cup Series event in Chicago.The Johnson family has asked for privacy at this time and no further statements will be made— LEGACY MOTOR CLUB (@LegacyMotorclub) June 27, 2023 Fréttirnar komu eftir að tengdaforeldrar hans á sjötugsaldri og ellefu ára gamall frændi Chöndru Janway Johnson, eiginkonu hans, fundust látin á heimili sínu í bænum Muskogee í Oklahoma, um 80 kílómetra suðaustur af Tulsa, á mánudag. Lögreglan í Muskogee segir að málið sé rannsakað sem morð og sjálfsvíg. Vísbendingar séu um að Terry Janway, móðir Chöndru, hafi skotið Jack Janway, eiginmann sinn, og Dalton Janway, barnabarn þeirra, og síðan skotið sjálfa sig. Talskona lögreglunnar segir að kona, sem talið sé að hafi verið Terry Janway, hafi hringt á lögregluna og tilkynnt um heimilisófrið þar sem skotvopn kom við sögu á mánudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi þeir fundið lík Jacks Janway í gangi nærri útidyrunum. Á meðan þeir fjarlægðu líkið hafi þeir heyrt byssuskot annars staðar í húsinu. Þá fundu þeir lík Terry og Dalton Janway. Ekkert liggur fyrir um tilefni skotárásarinnar, að sögn Washington Post. NASCAR er vinsælasta akstursíþrótt Bandaríkjanna og Johnson hefur verið ein skærsta stjarna hennar um árabil. Á tveimur áratugum hefur hann unnið 83 NASCAR-keppnir og deilir metinu um flesta meistaratitla með Richard Petty og Dale Earnhardt. Johnson hætti fullri þátttöku í NASCAR eftir tímabilið 2020 og keppti í IndyCar í tvö ár með takmörkuðum árangri. Í ár hefur Johnson tekið þátt í völdum keppnum en hann er einnig meðeigandi keppnisliðs síns.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Akstursíþróttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent