Skora á kaupandann að hætta við kaupin Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Sigurjón Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. „Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður. Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sjá meira
„Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður.
Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sjá meira
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05