Innlent

Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Haraldur fundaði með borgarstjórum Reykjavíkur og Parísar á Önnu Jónu í miðborg Reykjavíkur í gær vegna verkefnisins.
Haraldur fundaði með borgarstjórum Reykjavíkur og Parísar á Önnu Jónu í miðborg Reykjavíkur í gær vegna verkefnisins. Haraldur Ingi Þorleifsson

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti sam­starfs­aðilinn í því verk­efni Parísar­borg. Verður um að ræða sam­starfs­verk­efni Reykja­víkur­borgar og Parísar­borgar í fram­halds­verk­efni fyrri verk­efna hans þar sem mark­miðið hefur verið að bæta hjóla­stóla­að­gengi.

Haraldur til­kynnir þetta á sam­fé­lags­miðlinum Twitter þar sem hann birtir mynd af sér á­samt Anne Hidal­go, borgar­stjóra Parísar og að­stoðar­borgar­stjóra Lamia El Aara­je á­samt Degi B. Eggerts­syni borgar­stjóra Reykja­víkur. Anne og Lamia eru staddar í heim­sókn hér­lendis og má sjá á myndinni að fjó­reykið er statt á Önnu Jónu, kaffi­húsi Haraldar.

Eins og al­þjóð veit hefur Haraldur áður fjár­magnað upp­setningu hundruð rampa sem skilað hafa sér í stór­bættu hjóla­stóla­að­gengi víða á Ís­landi síðast­liðin tvö ár í gegnum verk­efnin Römpum upp Reykja­vík og Römpum upp Ís­land. Haraldur var ein­mitt aðal styrktar­aðili og frum­kvöðull þeirra verk­efna.

Vísir hefur ekki náð tali af Haraldi vegna næsta á­fanga verk­efnisins. Á sam­fé­lags­miðlum segir hann að út­lit sé fyrir að fleiri borgir muni bætast í hóp Parísar og Reykja­víkur. Þá segist hann hlakka til að hefjast handa. Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri Reykja­víkur, segist að sama skapi spenntur fyrir sam­starfs­verk­efninu með París.


Tengdar fréttir

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum

Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land.

„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“

Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×