Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 21:27 Húsið er nú gjörónýtt. vísir/vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. „Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent