„Ég hugsa að ég myndi vinna þig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:30 Duplantis er viss um að hann geti hlaupið hraðar en Shelly Ann Fraser-Pryce. Vísir/Getty Heims- og Ólympíusmeistarinn í stangarstökki karla er viss um að hann geti hlaupið hraðar en hraðasta kona síðustu ára. Hann vill mæta Shelly Ann Fraser-Pryce á hlaupabrautinni. Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður. Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira