Tveir sigrar gegn Norðmönnum í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 17:29 Tinna Guðrún átti góðan leik fyrir Ísland í dag. Vísir / Hulda Margrét U-20 ára landslið kvenna og U-18 ára lið karla unnu í dag tvo sigra á Noregi á Norðurlandamótinu sem fram fer í Södertälje í Svíþjóð. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu en bæði liðin leika leiki sína í Södertälje sem er úthverfi sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms. Leikur U-20 ára liðs kvenna gegn Noregi var æsispennandi. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik 34-30 og leiddi með fimm stigum áður en lokafjórðungurinn hófst. Agnes María Svansdóttir lék vel í dag.Vísir/Hulda Margrét Það bitu norsku stúlkurnar frá sér og tókst að jafna metin með þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja og þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Íslenska liðið skoraði tíu stig gegn engu í framlengingunni og unnu að lokum 84-74 sigur. Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Ísland og Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með 17 stig. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 14. Fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir gaf hvorki fleiri né færri en 16 stoðsendingar í leiknum. Stelpurnar mæta næst liði Dana á fimmtudag sem steinlágu gegn Finnum í dag. Öruggt hjá strákunum U-18 ára lið Íslands í karlaflokki mætti einnig Norðmönnum í dag. Þar var ekki eins mikil spenna því íslensku strákarnir unnu öruggan þrjátíu og þriggja stiga sigur. Íslenska liðið var komið með sextán stiga forystu í hálfleik og stigu ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleiknum. Lokatölur 93-60 og óhætt að segja að strákarnir byrji vel á mótinu í Svíþjóð. Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson kom næstur með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun. Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu en bæði liðin leika leiki sína í Södertälje sem er úthverfi sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms. Leikur U-20 ára liðs kvenna gegn Noregi var æsispennandi. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik 34-30 og leiddi með fimm stigum áður en lokafjórðungurinn hófst. Agnes María Svansdóttir lék vel í dag.Vísir/Hulda Margrét Það bitu norsku stúlkurnar frá sér og tókst að jafna metin með þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja og þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Íslenska liðið skoraði tíu stig gegn engu í framlengingunni og unnu að lokum 84-74 sigur. Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Ísland og Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með 17 stig. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 14. Fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir gaf hvorki fleiri né færri en 16 stoðsendingar í leiknum. Stelpurnar mæta næst liði Dana á fimmtudag sem steinlágu gegn Finnum í dag. Öruggt hjá strákunum U-18 ára lið Íslands í karlaflokki mætti einnig Norðmönnum í dag. Þar var ekki eins mikil spenna því íslensku strákarnir unnu öruggan þrjátíu og þriggja stiga sigur. Íslenska liðið var komið með sextán stiga forystu í hálfleik og stigu ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleiknum. Lokatölur 93-60 og óhætt að segja að strákarnir byrji vel á mótinu í Svíþjóð. Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson kom næstur með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun.
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira