Chow kjörinn borgarstjóri úr hópi 102 frambjóðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 12:58 Chow tók þátt í gleðigöngu Toronto-borgar á sunnudag. AP/Chris Young Olivia Chow, róttækur vinstrimaður, hefur verið kjörin borgarstjóri Toronto í Kanada. Chow lagði 101 andstæðing í sögulegum kosningum en hundur var meðal frambjóðenda. Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“. Kanada Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“.
Kanada Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira