Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2023 08:34 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar getur brosað út að eyrum eins og hún gerði í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárskvöld. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira