Hvað kostar bygging 39.080 íbúða á næstu 10 árum hið opinbera? Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. júní 2023 07:31 Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni. Í því samhengi hefur einkum verið rætt um uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni og hvernig lánafyrirkomulag á að auðvelda kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur hinsvegar alveg gleymst að ræða hvað það muni kosta hið opinbera að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum sem fylgja slíkri uppbyggingu. Hvernig slík uppbygging er svo fjármögnuð er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. En það er alveg ljóst að í upphafi slíkra uppbyggingaráforma að þá ríkir stærðaróhagkvæmni sem fer síðan minnkandi með tímanum þar til að ráðist er í innviðafjárfestingar að nýju. Þannig skiptast á tímabil hagræðis og óhagræðis í fjárhag sveitarfélaga þar sem að í upphafi þarf að leggja í stofnkostnað sem ekki kemur til baka fyrren að nokkrum árum liðnum í formi skatta og gjalda á íbúa. En hvað kosta innviðirnir? Til að nýjar íbúðabyggðir geti orðið að veruleika eru ýmsir innviðir sem hið opinbera þarf að fjárfesta í, fyrir og á meðan á uppbyggingunni stendur. Í upphafi þarf að fjárfesta í landi, skipulagsvinnu, veitum, götum og gangstígum og skólum auk þess sem stækka þarf ýmsa innviði sem fyrir eru s.s. afþreyingarmiðstöðvar (íþróttir, félagsmiðstöðvar, söfn osfrv..) heilsu- og löggæslubyggingar. Það er ekki úr auðugum garði að gresja þegar leitað er að upplýsingum um það hver heildarkostnaður og afleiddur kostnaður innviðafjárfestinga nýrra íbúahverfa er hér á Íslandi. Engin viðmið eru að finna og hvergi er að finna kostnaðar- eða rekstraráætlanir innviðafjárfestinga með aðal- eða deiliskipulögum sveitarfélaga. Helst er að finna slíkar áætlanir erlendis frá s.s. frá Alþjóðabankanum eða áætlunum stórborga s.s. Calgary í Kanada. Til að geta varpað einhverju ljósi á það hvað innviðirnir gætu kostað að þá verður hér byggt á reynslutölum sem fengnar eru úr Stekkahverfi á Selfossi í Svf. Árborg sem að er í byggingu. Hverfið er dæmigerð blönduð íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem inniheldur fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús og tekur yfir 50,6 ha. lands. Í hverfinu er skólabygging sem stendur á 2,9 ha. lóð. Fjöldi íbúða í hverfinu eru 656 eða 13 íbúðir á ha.. Miðað við fjölda íbúða í hverfinu að þá má gera ráð fyrir því að hverfið muni hýsa 1.700 íbúa þar sem að fjöldi íbúa í íbúð í Svf. Árborg eru að meðaltali 2,6, á Íslandi er meðaltalið 2,5. Aðrar forsendur eru fengnar úr gagnasafni HMS, Hagstofunnar og úr kostnaðaráætlunum ýmissa fyrirhugaðra opinberra framkvæmda sem uppfærðar eru mv. byggingarvísitölu s.s. úr frumathugunarskýrslu vegna byggingar legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa hönnunarviðmiða fyrir opinberar framkvæmdir (sjá töflu). Með framangreindum forsendum má sjá að fyrir hverja íbúð sem byggð verður á næstu 10 árum að þá þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög að leggja út a.m.k. 20 milljónir króna í stofnkostnað eða um 800 milljarða króna fyrir 39.080 íbúðir. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni. Í því samhengi hefur einkum verið rætt um uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni og hvernig lánafyrirkomulag á að auðvelda kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur hinsvegar alveg gleymst að ræða hvað það muni kosta hið opinbera að fjárfesta í nauðsynlegum innviðum sem fylgja slíkri uppbyggingu. Hvernig slík uppbygging er svo fjármögnuð er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. En það er alveg ljóst að í upphafi slíkra uppbyggingaráforma að þá ríkir stærðaróhagkvæmni sem fer síðan minnkandi með tímanum þar til að ráðist er í innviðafjárfestingar að nýju. Þannig skiptast á tímabil hagræðis og óhagræðis í fjárhag sveitarfélaga þar sem að í upphafi þarf að leggja í stofnkostnað sem ekki kemur til baka fyrren að nokkrum árum liðnum í formi skatta og gjalda á íbúa. En hvað kosta innviðirnir? Til að nýjar íbúðabyggðir geti orðið að veruleika eru ýmsir innviðir sem hið opinbera þarf að fjárfesta í, fyrir og á meðan á uppbyggingunni stendur. Í upphafi þarf að fjárfesta í landi, skipulagsvinnu, veitum, götum og gangstígum og skólum auk þess sem stækka þarf ýmsa innviði sem fyrir eru s.s. afþreyingarmiðstöðvar (íþróttir, félagsmiðstöðvar, söfn osfrv..) heilsu- og löggæslubyggingar. Það er ekki úr auðugum garði að gresja þegar leitað er að upplýsingum um það hver heildarkostnaður og afleiddur kostnaður innviðafjárfestinga nýrra íbúahverfa er hér á Íslandi. Engin viðmið eru að finna og hvergi er að finna kostnaðar- eða rekstraráætlanir innviðafjárfestinga með aðal- eða deiliskipulögum sveitarfélaga. Helst er að finna slíkar áætlanir erlendis frá s.s. frá Alþjóðabankanum eða áætlunum stórborga s.s. Calgary í Kanada. Til að geta varpað einhverju ljósi á það hvað innviðirnir gætu kostað að þá verður hér byggt á reynslutölum sem fengnar eru úr Stekkahverfi á Selfossi í Svf. Árborg sem að er í byggingu. Hverfið er dæmigerð blönduð íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem inniheldur fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús og tekur yfir 50,6 ha. lands. Í hverfinu er skólabygging sem stendur á 2,9 ha. lóð. Fjöldi íbúða í hverfinu eru 656 eða 13 íbúðir á ha.. Miðað við fjölda íbúða í hverfinu að þá má gera ráð fyrir því að hverfið muni hýsa 1.700 íbúa þar sem að fjöldi íbúa í íbúð í Svf. Árborg eru að meðaltali 2,6, á Íslandi er meðaltalið 2,5. Aðrar forsendur eru fengnar úr gagnasafni HMS, Hagstofunnar og úr kostnaðaráætlunum ýmissa fyrirhugaðra opinberra framkvæmda sem uppfærðar eru mv. byggingarvísitölu s.s. úr frumathugunarskýrslu vegna byggingar legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri auk ýmissa hönnunarviðmiða fyrir opinberar framkvæmdir (sjá töflu). Með framangreindum forsendum má sjá að fyrir hverja íbúð sem byggð verður á næstu 10 árum að þá þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög að leggja út a.m.k. 20 milljónir króna í stofnkostnað eða um 800 milljarða króna fyrir 39.080 íbúðir. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun