Körfubolti

Belgar brutu blað í sögunni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kyara Linskens sækir að körfunni og Paula Ginzo er til varnar.
Kyara Linskens sækir að körfunni og Paula Ginzo er til varnar. Vísir/Getty

Belgía varð í kvöld Evrópumeistari í körfubolta kvenna í fyrsta skipti í sögunni en belgíska liðið bar sigurorð af Spáni eftir jafnan og spennandi úrslitaleik í Ljublijana í Slóveníu. 

Lokatölur í leiknum urðu 64-58 fyrir Belga en Spánverjar voru með foyrstuna fram að lokakafla leiksins þar sem belgíska liðið var sterkar. 

Emma Meessem­an var stiga­hæst hjá belg­íska liðinu með 24 stig en hún tók þar að auki átta frá­köst og gaf eina stoðsend­ingu.

Ky­ara Linskens kom næst hjá Belgum með 18 stig en hún gerði sér lítið fyrir og hirti 15 frá­köst og gaf tvær stoðsend­ing­ar. Qu­er­alt Casas var hins vegar stiga­hæst hjá Spáni með 14 stig.

Frakkar nældu svo í bronsið eftir öruggan sigur gegn Ungverjalandi fyrr í kvöld. Þetta er í áttunda sinn í röð sem Frakkar fara á verðlaunapall. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×