Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 19:17 Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi Lýðræðisflokksins fyrir miðju ásamt börnum sínum á kjörstað í Aþenu í dag. AP/Yorgos Karahalis Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi. Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu. Grikkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Þetta er í annað sinn á fimm vikum sem þingkosningar fara fram í Grikklandi og benda bráðabirgðaniðurstöðurnar til þess að Lýðræðisflokkurinn hafi tryggt sér rúman þingmeirihluta og endurnýjað stjórnarumboð sitt til næstu fjögurra ára. Kosningarnar í dag fara fram um viku eftir að yfirfullur fiskibátur sökk við vesturströnd Grikklands með þeim afleiðingum að hundruð flóttamanna ýmist týndust eða fórust í Miðjarðarhafinu. Atvikið hefur vakið upp spurningar um stranga flóttamannastefnu landsins og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Harmleikurinn, sem telst vera einn sá versti í Miðjarðarhafinu í fleiri ár, virðist ekki hafa haft mikil áhrif á kosningarnar þar sem innlend efnahagsmál voru hvað efst í huga kjósenda. Hljóta meirihluta með hjálp lagabreytingar AP fréttaveitan greinir frá því að Lýðræðisflokki Mitsotakis sé nú spáð 157 eða 158 af alls 300 þingsætum á gríska þinginu, þökk sé breytingu á kosningalögum sem veitir stærsta flokknum sérstök aukasæti. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að lagabreytingin tók gildi en í þingkosningunum í maí vantaði sama flokk fimm sæti til að tryggja sér meirihluta með 41% fylgi. Átta flokkum er spáð þingsætum og hefur sá fjöldi áhrif á það hversu mörg sæti stærsti flokkurinn fær. Í kosningabaráttu sinni lagði Mitsotakis, sitjandi forsætisráðherra einkum áherslu á að tryggja efnahagsvöxt og pólitískan stöðugleika í ríki sem er enn að ná vopnum sínum eftir nærri áratugalanga fjármálakreppu.
Grikkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira