Ólafur Laufdal veitingamaður er látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 09:17 Ólafur Laufdal, einn þekktasti veitingamaður landsins um áratuga skeið, lést í gær. Magnús Hlynur Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir við Sogið í Grímsnesi. Aðeins 12 ára gamall hóf hann störf í veitingabransanum, fyrst á Hótel Borg. Hann lauk svo námi í Hótel- og veitingaskólanum og fór eftir það á Grillið á Hótel Sögu og síðan á farþegaskipið Gullfoss þar sem hann starfaði sem barþjónn. Ólafur vann á Glaumbæ þar til hann brann árið 1971 en síðan á Óðal, þar sem hann gerðist meðeigandi. Hollywood og Broadway Er hann þó þekktastur fyrir næsta skref í ferlinum, það er þegar hann keypti veitingastað í Ármúla sem hét Cesar árið 1978 og breytti nafninu í Hollywood. Varð staðurinn sá vinsælasti á landinu og hefur enn goðsagnakenndan blæ. Broadway var næsta skref hjá Ólafi en hann var nærri tvöfalt stærri en Hollywood. Ólafur var einnig stórtækur í hótelrekstri. Hann byggði Hótel Ísland í Ármúla og rak Hótel Borg í 13 ár. Hann hélt Fegurðarsamkeppni Íslands í aldarfjórðung og flutti inn fjölda heimsfrægra tónlistarmanna. Seinasta verkefnið var að reka Hótel Grímsborgir ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ketilsdóttur. Þar hafa verið margir þekktir viðburðir, svo sem ABBA sýningar og tónleikar Jörgen Olsen, Eurovision sigurvegara. Andlát Veitingastaðir Reykjavík Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna. 17. apríl 2021 13:04 Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Hótel Grímsborgir í Grímsnes og Grafningshreppi er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur Laufdal er eigandi hótelsins. Hann segir að með stjörnunum fimm, sem hátindinum náð. 28. október 2019 19:30 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir við Sogið í Grímsnesi. Aðeins 12 ára gamall hóf hann störf í veitingabransanum, fyrst á Hótel Borg. Hann lauk svo námi í Hótel- og veitingaskólanum og fór eftir það á Grillið á Hótel Sögu og síðan á farþegaskipið Gullfoss þar sem hann starfaði sem barþjónn. Ólafur vann á Glaumbæ þar til hann brann árið 1971 en síðan á Óðal, þar sem hann gerðist meðeigandi. Hollywood og Broadway Er hann þó þekktastur fyrir næsta skref í ferlinum, það er þegar hann keypti veitingastað í Ármúla sem hét Cesar árið 1978 og breytti nafninu í Hollywood. Varð staðurinn sá vinsælasti á landinu og hefur enn goðsagnakenndan blæ. Broadway var næsta skref hjá Ólafi en hann var nærri tvöfalt stærri en Hollywood. Ólafur var einnig stórtækur í hótelrekstri. Hann byggði Hótel Ísland í Ármúla og rak Hótel Borg í 13 ár. Hann hélt Fegurðarsamkeppni Íslands í aldarfjórðung og flutti inn fjölda heimsfrægra tónlistarmanna. Seinasta verkefnið var að reka Hótel Grímsborgir ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ketilsdóttur. Þar hafa verið margir þekktir viðburðir, svo sem ABBA sýningar og tónleikar Jörgen Olsen, Eurovision sigurvegara.
Andlát Veitingastaðir Reykjavík Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna. 17. apríl 2021 13:04 Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Hótel Grímsborgir í Grímsnes og Grafningshreppi er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur Laufdal er eigandi hótelsins. Hann segir að með stjörnunum fimm, sem hátindinum náð. 28. október 2019 19:30 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna. 17. apríl 2021 13:04
Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Hótel Grímsborgir í Grímsnes og Grafningshreppi er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur Laufdal er eigandi hótelsins. Hann segir að með stjörnunum fimm, sem hátindinum náð. 28. október 2019 19:30