Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 07:44 Lögreglan þurfti að hlaupa uppi einn stútinn í umdæmi stöðvar 4. Vísir/Vilhelm Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira