Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 07:44 Lögreglan þurfti að hlaupa uppi einn stútinn í umdæmi stöðvar 4. Vísir/Vilhelm Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira