Byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2023 00:12 Þorpið Mazan í Frakklandi þar sem Dominique P og kona hans höfðu eytt eftirlaunaárum þar til upp komst um hryllilega glæpi hans. Getty Franskur maður byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún svaf. Hann tók nauðganirnar, sem áttu sér stað yfir tíu ára tímabil, upp og geymdi upptökurnar. Lögregla hefur borið kennsl á 51 mannanna sem munu auk eiginmannsins fara fyrir dóm í sögulegu dómsmáli. Le Monde greinir frá málinu. Eiginmaðurinn, sem er þekktur undir nafninu Dominique P, er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi fasteigna- og raftækjasali. Hann hafði verið giftur eiginkonu sinni í fjörutíu ár og átti með henni þrjú börn þegar hann byrjaði að blanda kvíðalyfinu Temésta (Lorazepam) í kvöldmáltíðir hennar. Síðan bauð hann mönnum inn á heimili þeirra í Provence í suðurhluta Frakklands til að nauðga henni á meðan hann tók það upp. Nauðganirnar áttu sér stað á árunum 2011 til 2020 og voru að minnsta kosti 92 talsins. Ræddu saman um nauðganir á spjallborði Lögreglan í Avignon hóf rannsókn á málinu árið 2020 og er búin að bera kennsl á, handtaka og ákæra 51 mannanna sem nauðguðu konunni. Mennirnir eru á aldrinum 26 til 73 ára og eru af ýmsum sviðum þjóðfélagsins, meðal annars slökkviliðsmaður, blaðamaður, fangavörður, tölvusérfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Dominique, sem er frá bænum Mazan, fann mennina á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Síðunni hefur nú verið eytt eftir að hún tengdist inn í rannsóknir á barnaníð, rasísku og andsemitísku efni og sölu á ólöglegum vímuefnum. Tók nauðganirnar upp og geymdi í misnotkunarmöppu Dominique bannaði mönnum að neyta tóbaks og nota kölnarvatn til að tryggja að eiginkonan myndi ekki vakna. Þá lét hann mennina þvo sér með heitu vatni til að forðast skyndilegar hitabreytingar og afklæðast í eldhúsinu til að skilja ekki eftir nein föt í svefnherberginu. Mönnunum var sagt að leggja við nálægan skóla og ganga í myrkrinu að húsinu til að koma í veg fyrir að nágrannar yrðu einhvers varir. Margir mannanna heimsóttu húsið oftar en einu sinni. Dominique tók athafnirnar síðan upp og geymdi myndefnið í möppu sem hét „MISNOTKUN“ (fr. ABUS) á USB-kubbi. Lögregla uppgötvaði myndefnið á USB-kubbnum óvart í tengslum við aðra rannsókn á Dominique P þar sem hann hafði tekið upp konur í búningsklefum stórmarkaðar með falinni myndavél. Sumir mannanna héldu því fram að þeir hafi ekki vitað að kona hans hafi ekki gefið samþykki fyrir kynlífinu á meðan einn þeirra neitaði því að um nauðgun væri að ræða og sagði „Þetta er eiginkonan hans, hann ræður hvað hann gerir við hana.“ Dominique sagði sjálfur að hann hefði ekki neytt neinn mannanna til athafna heldur hafi þeir allir verið þar af fúsum og frjálsum vilja. Óútskýrð síþreyta og rænuleysi Þegar lögregla tók fyrst skýrslu af eiginkonu Dominique lýsti hún honum sem góðum og ástríkum manni. Hann hefði reynt að fá hana til að taka þátt í makaskiptum en hún hafi ekki viljað vera snert af einhverjum sem hún bar ekki tilfinningar til. Að sögn lögreglu brotnaði hún saman og hugleiddi sjálfsmorð þegar henni var greint frá tilveru upptakanna. Eftir því sem henni tókst að púsla saman fortíðinni sagðist hún upplifa endurlit sem hún taldi upprunalega vera drauma. Byrlanir gætu skýrt síþreytu hennar og gleymni auk þess sem hún glímdi við óútskýrð vandamál tengd kynfærum sínum. Í kjölfar læknisskoðunar kom í ljós að hún hafði smitast af fjórum kynsjúkdómum. Hún hefur sótt um skilnað frá manni sínum. Talið er að réttarhöld í málinu gætu hafist á næsta ári og mun Dominique P vafalaust eiga yfir höfði sér langan dóm. Mál Dominique Pélicot Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Le Monde greinir frá málinu. Eiginmaðurinn, sem er þekktur undir nafninu Dominique P, er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi fasteigna- og raftækjasali. Hann hafði verið giftur eiginkonu sinni í fjörutíu ár og átti með henni þrjú börn þegar hann byrjaði að blanda kvíðalyfinu Temésta (Lorazepam) í kvöldmáltíðir hennar. Síðan bauð hann mönnum inn á heimili þeirra í Provence í suðurhluta Frakklands til að nauðga henni á meðan hann tók það upp. Nauðganirnar áttu sér stað á árunum 2011 til 2020 og voru að minnsta kosti 92 talsins. Ræddu saman um nauðganir á spjallborði Lögreglan í Avignon hóf rannsókn á málinu árið 2020 og er búin að bera kennsl á, handtaka og ákæra 51 mannanna sem nauðguðu konunni. Mennirnir eru á aldrinum 26 til 73 ára og eru af ýmsum sviðum þjóðfélagsins, meðal annars slökkviliðsmaður, blaðamaður, fangavörður, tölvusérfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Dominique, sem er frá bænum Mazan, fann mennina á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Síðunni hefur nú verið eytt eftir að hún tengdist inn í rannsóknir á barnaníð, rasísku og andsemitísku efni og sölu á ólöglegum vímuefnum. Tók nauðganirnar upp og geymdi í misnotkunarmöppu Dominique bannaði mönnum að neyta tóbaks og nota kölnarvatn til að tryggja að eiginkonan myndi ekki vakna. Þá lét hann mennina þvo sér með heitu vatni til að forðast skyndilegar hitabreytingar og afklæðast í eldhúsinu til að skilja ekki eftir nein föt í svefnherberginu. Mönnunum var sagt að leggja við nálægan skóla og ganga í myrkrinu að húsinu til að koma í veg fyrir að nágrannar yrðu einhvers varir. Margir mannanna heimsóttu húsið oftar en einu sinni. Dominique tók athafnirnar síðan upp og geymdi myndefnið í möppu sem hét „MISNOTKUN“ (fr. ABUS) á USB-kubbi. Lögregla uppgötvaði myndefnið á USB-kubbnum óvart í tengslum við aðra rannsókn á Dominique P þar sem hann hafði tekið upp konur í búningsklefum stórmarkaðar með falinni myndavél. Sumir mannanna héldu því fram að þeir hafi ekki vitað að kona hans hafi ekki gefið samþykki fyrir kynlífinu á meðan einn þeirra neitaði því að um nauðgun væri að ræða og sagði „Þetta er eiginkonan hans, hann ræður hvað hann gerir við hana.“ Dominique sagði sjálfur að hann hefði ekki neytt neinn mannanna til athafna heldur hafi þeir allir verið þar af fúsum og frjálsum vilja. Óútskýrð síþreyta og rænuleysi Þegar lögregla tók fyrst skýrslu af eiginkonu Dominique lýsti hún honum sem góðum og ástríkum manni. Hann hefði reynt að fá hana til að taka þátt í makaskiptum en hún hafi ekki viljað vera snert af einhverjum sem hún bar ekki tilfinningar til. Að sögn lögreglu brotnaði hún saman og hugleiddi sjálfsmorð þegar henni var greint frá tilveru upptakanna. Eftir því sem henni tókst að púsla saman fortíðinni sagðist hún upplifa endurlit sem hún taldi upprunalega vera drauma. Byrlanir gætu skýrt síþreytu hennar og gleymni auk þess sem hún glímdi við óútskýrð vandamál tengd kynfærum sínum. Í kjölfar læknisskoðunar kom í ljós að hún hafði smitast af fjórum kynsjúkdómum. Hún hefur sótt um skilnað frá manni sínum. Talið er að réttarhöld í málinu gætu hafist á næsta ári og mun Dominique P vafalaust eiga yfir höfði sér langan dóm.
Mál Dominique Pélicot Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira