Sumarið kemur og fer en það er alltaf von Bragi Bjarnason skrifar 24. júní 2023 06:01 Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun