„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 23. júní 2023 22:41 Kristrún Frostadóttir segir að ríkisstjórnin þurfi að taka forystu og setja á fót rannsóknarnefnd vegna sölunnar á hlut í Íslandsbanka þar sem ljóst er að verulegur pottur var brotinn í ferlinu. Vísir/Sigurjón Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Pottur verulega brotinn í söluferlinu Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé kominn önnur rannsókn á sölunni á Íslandsbanka, til viðbótar við rannsókn Ríkisendurskoðanda, sem sýni að pottur var verulega brotinn í söluferlinu. Hvernig blasir niðurstaðan við þér? „Núna erum við að fá enn annan bút af þessu máli. Fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan fengum við skýrslu ríkisendurskoðanda þar sem að ríkisendurskoðandi taldi sig ekki geta skoðað hlut eða ábyrgð ráðherra eða fjármálaráðuneytisins en leiddi af sér þá niðurstöðu í þessu ferli að Bankasýslan var lögð niður, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Kristrún. „Svo er þetta þessi annar bútur sem snýr að Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað bara sjálfstæð athugun Fjármálaeftirlitsins á hlut Íslandsbanka og hvernig var að þessu staðið. Auðvitað eigum við eftir að sjá niðurstöðurnar úr þessu ferli og rannsókna en þetta endar með 1,2 milljarða króna sekt.“ „Þarna erum við tvær sértækar og sjálfstæðar rannsóknir um tvo aðila sem liggja neðar en fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið í keðju þessa máls á sölu á þjóðareign sem sýna að pottur var verulega brotinn,“ segir hún um niðurstöðuna. Fullt af spurningum enn ósvarað Kristrún segir nauðsynlegt að öll gögn um söluna komi upp á borðið til að hægt sé að fá heildarmynd af ferlinu. Enn sé fullt af spurningum ósvarað þó það sé ljóst að salan gekk ekki vel fyrir sig. „Auðvitað stendur upp úr að við fáum heildarmyndina á bak við þetta, hver samskipti ráðuneytisins og ráðherra voru við Íslandsbanka og Bankasýsluna í þessum tilvikum og við fáum öll gögn upp á borðið. „Þetta í raun staðfestir enn frekar ósk okkar í stjórnarandstöðunni að fá rannsóknarskýrslu vegna þess að það er enn fullt af spurningum ósvarað,“ segir hún. „En hins vegar er ljóst að það hefur ekki gengið vel í þessu máli miðað við hvernig niðurstöður bæði FME eru núna og eins hjá Ríkisendurskoðun.“ Ríkisstjórnin þurfi að samþykkja beiðni um rannsóknarnefnd Ríkisstjórnin þarf að taka forystu í málinu að sögn Kristrúnar og samþykkja beiðni minnihlutans um að setja á fót rannsóknarnefnd. Hver eru næstu skref að þínu mati? „Næstu skref eru að ríkisstjórnin þarf að sýna forystu í þessu máli. Hún þarf að átta sig á því að vandinn í dag er vantraust hjá almenningi gagnvart fjármálakerfinu og gagnvart stjórnmálunum þegar kemur að pólitík og það að virða lög,“ segir Kristrún. „Lögin eru sett með þeim hætti að ábyrgðin er fjármálaráðherra og núna þarf ríkisstjórnin að stíga inn og samþykkja þessa beiðni sem hefur legið fyrir frá minnihlutanum að setja á rannsóknarnefnd,“ segir hún að lokum. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Pottur verulega brotinn í söluferlinu Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé kominn önnur rannsókn á sölunni á Íslandsbanka, til viðbótar við rannsókn Ríkisendurskoðanda, sem sýni að pottur var verulega brotinn í söluferlinu. Hvernig blasir niðurstaðan við þér? „Núna erum við að fá enn annan bút af þessu máli. Fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan fengum við skýrslu ríkisendurskoðanda þar sem að ríkisendurskoðandi taldi sig ekki geta skoðað hlut eða ábyrgð ráðherra eða fjármálaráðuneytisins en leiddi af sér þá niðurstöðu í þessu ferli að Bankasýslan var lögð niður, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Kristrún. „Svo er þetta þessi annar bútur sem snýr að Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað bara sjálfstæð athugun Fjármálaeftirlitsins á hlut Íslandsbanka og hvernig var að þessu staðið. Auðvitað eigum við eftir að sjá niðurstöðurnar úr þessu ferli og rannsókna en þetta endar með 1,2 milljarða króna sekt.“ „Þarna erum við tvær sértækar og sjálfstæðar rannsóknir um tvo aðila sem liggja neðar en fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið í keðju þessa máls á sölu á þjóðareign sem sýna að pottur var verulega brotinn,“ segir hún um niðurstöðuna. Fullt af spurningum enn ósvarað Kristrún segir nauðsynlegt að öll gögn um söluna komi upp á borðið til að hægt sé að fá heildarmynd af ferlinu. Enn sé fullt af spurningum ósvarað þó það sé ljóst að salan gekk ekki vel fyrir sig. „Auðvitað stendur upp úr að við fáum heildarmyndina á bak við þetta, hver samskipti ráðuneytisins og ráðherra voru við Íslandsbanka og Bankasýsluna í þessum tilvikum og við fáum öll gögn upp á borðið. „Þetta í raun staðfestir enn frekar ósk okkar í stjórnarandstöðunni að fá rannsóknarskýrslu vegna þess að það er enn fullt af spurningum ósvarað,“ segir hún. „En hins vegar er ljóst að það hefur ekki gengið vel í þessu máli miðað við hvernig niðurstöður bæði FME eru núna og eins hjá Ríkisendurskoðun.“ Ríkisstjórnin þurfi að samþykkja beiðni um rannsóknarnefnd Ríkisstjórnin þarf að taka forystu í málinu að sögn Kristrúnar og samþykkja beiðni minnihlutans um að setja á fót rannsóknarnefnd. Hver eru næstu skref að þínu mati? „Næstu skref eru að ríkisstjórnin þarf að sýna forystu í þessu máli. Hún þarf að átta sig á því að vandinn í dag er vantraust hjá almenningi gagnvart fjármálakerfinu og gagnvart stjórnmálunum þegar kemur að pólitík og það að virða lög,“ segir Kristrún. „Lögin eru sett með þeim hætti að ábyrgðin er fjármálaráðherra og núna þarf ríkisstjórnin að stíga inn og samþykkja þessa beiðni sem hefur legið fyrir frá minnihlutanum að setja á rannsóknarnefnd,“ segir hún að lokum.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira