Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 08:46 Veitingahúsagestir í sól og sumaryl á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar. „Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira