Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 10:35 Maður gengur að flóðvatni úr Mississippi-fljóti í Iowa í síðasta mánuði. Flóðið fylgdi metsnjókomu í vetur en svo óvenjuhraðrar bráðnunar í vor. Veðurfræðingur í Iowa sætti hótunum fyrir að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga. Vísir/Getty Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023 Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023
Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira