Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 20:00 Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS (t.v.) og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira