Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 20:00 Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS (t.v.) og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira