Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 20:00 Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS (t.v.) og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónustar þrjátíu þúsund manns en að sögn forstjóra og starfsmanna er hún stórkostlega fjársvelt. Í dag sendi forstjóri Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir íbúa svæðisins hafa þurft að þola ranglæti af hálfu stjórnvalda þegar kemur að fjárveitingu til heilbrigðisþjónustu. Benti hann á skýrslu sem stofnunin lét ráðgjafafyrirtæki Deloitte gera þar sem segir að á síðustu fimmtán árum hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um fimmtíu prósent. Á sama tíma hafi samdráttur í fjárveitingum til stofnunarinnar á hvern íbúa verið 27 prósent, þar af fimmtíu prósent á sjúkrasviði, en undir sjúkrasvið fellur meðal annars bráðamóttaka stofnunarinnar. Þá hafi hann sjálfur upplifað óeðlilegan þrýsting af hálfu heilbrigðisráðherra sem og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Markús segir erindið til umboðsmann snúa aðallega um tvennt. „Annars vegar hvort stjórnvöldum ber ekki að tryggja þá þjónustu sem íbúar eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Að það sé ábyrgð stjórnvalda ekki ákveðinna forstöðumanna að sífellt vera að minnka þjónustuna. Og hins vegar hvernig ráðherra hefur brugðist við ábendingum mínum,“ segir Markús. „Að mínu mati hefur ráðherra farið verulega út fyrir sín mörk gagnvart mér sem ég sætti mig ekki við.“ Starfsmenn stofnunarinnar segja aðstöðuna algjörlega óboðlega. „Núverandi lyfjaherbergið okkar. Ekkert pláss, hér þurfum við að blanda sýklalyf og allt. Hér við hliðina á er næturvaktaraðstaðan, hér er kaffistofan okkar og svo er allt fullt af drasli og dóti. og hér sitjum við sex manns eins og sardínur í dós,“ segir Katrín Guðmundsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá HSS. Katrín Guðmundsdóttir er bráðahjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón „Við erum í mesta lagi með tvo lækna á vakt, við erum með þrjá hjúkrunarfræðinga á daginn og einn á nóttunni. Þetta er framleiðin sem við höfum hér. Það er ekkert skrítið að fólk sé að kikna undan álagi þegar hlutföllin eru ekki betri en raun ber vitni,“ segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir hjá HSS. Eggert Eyjólfsson er bráðalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira