Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 16:01 Álftanes ætlar sér stóra hluti. Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina. Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13
Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti