Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ætlar að víkja fyrir yngra fólki Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 10:33 Friðjón Einarsson leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í bæjarstjórnarkosningum í fyrra. Hann ætlar að segja skilið við sveitarstjórnarmálin um áramótin. Vísir/Sigurjón Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða að veita Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingarinnar lausn frá næstu áramótum. Hann segir kominn tíma til að draga sig í hlé og að hleypa nýju og fersku fólki að. Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður. Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður.
Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira