„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Magnús Jochum Pálsson og Árni Sæberg skrifa 21. júní 2023 19:53 Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Cavalho, var ánægður með niðurstöðuna þó hann hefði viljað sjá hana sýknaða. Vísir Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14