Mourinho í langt bann eftir atvikið í bílakjallara Puskas leikvangsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 19:00 Mourinho hafði ýmislegt að segja við Anthony Taylor bæði í og eftir leik Roma og Sevilla. Vísir/Getty Jose Mourinho hefur fengið fjögurra leikja bann í Evrópukeppnum eftir að hafa hreytt ókvæðisorðum að dómaranum Anthony Taylor eftir úrslitaleik Roma og Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok síðasta mánaðar. Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31