Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2023 16:04 Móðir Svans segir hann þurfa mikla aðlögun og því sé óvissan bagaleg fyrir fjölskylduna. Harpa Þórisdóttir Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Harpa Þórisdóttir, móðir hins sextán ára gamla Svans Jóns Norðkvist, sendi menntamálaráðuneytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upplýsingar um skólavist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í samtali við Vísi segir Harpa það allt of seint. Vísir hefur áður fjallað um unglinga með fötlun sem ekki hafa fengið skólavist. Dagbjartur Sigurður Ólafsson fékk inn í FÁ en umsókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði forstjóri Menntamálastofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í menntaskólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur. Svör á milli lok júní og byrjun ágúst Svanur sem er nemandi í Arnarskóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skólavist í Tækniskólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráðlegginga frá Menntamálastofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðuneytið muni því finna annan skóla handa Svani með viðeigandi úrræði. Harpa gerir tafir á skólavist sonar síns meðal annars að umtalsefni á Facebook og lýsir hún því þar að hún sé orðin áhyggjufull vegna stöðunnar. „Svörin frá ráðuneytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög óþægilegt því maður veit ekkert hvenær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumarfrí byrjar.“ Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta umönnun og tíma í aðlögun. Allajafna séu tveir starfsmenn með honum í liðveislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undirbúningur og manni finnst að úrvinnsla þessara umsókna ætti að fara mun fyrr af stað.“ Harpa segir óvissuna vera það versta. Svanur sé í Arnarskóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auðvitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undirbúa hann undir skólavist á nýjum stað. Það er óþægilegt að vita ekki neitt.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira