„Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 12:49 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni. Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni.
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00