„Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 12:49 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni. Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni.
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00