Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lovísa Arnardóttir skrifar 21. júní 2023 19:24 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður vonar að málinu sé lokið. Vísir/Steingrímur Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. Málið má rekja til ársins 2021 en þá var lögreglu tilkynnt um andlát á geðdeild. Stuttu síðar var hjúkrunarfræðingur, Steina Árnadóttir, handtekin á heimili sínu og síðar ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrir að hafa brotið gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Í dag var hún sýknuð af báðum ákærum og kemur fram í niðurstöðu dóms að dómurinn telji „ósannað að ákærða hafi á verknaðarstundu haft ásetning um að svipta brotaþola lífi“ og því beri að sýkna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður hjúkrunarfræðingsins, segir dóminn skýran og fagnaði niðurstöðunni við dómsuppsögu í dag. „Dómurinn er algerlega afdráttarlaus með það, eins og ég tel reyndar að hafi legið fyrir frá upphafi. Að ásetningur umbjóðanda míns stóð til þess að bjarga umræddum sjúklingi en ekki að fyrirkoma honum,“ segir Vilhjálmur og að þess vegna hafi umbjóðandi hans verið sýknaður. Ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til að ákveða hvort að hann áfrýi. Vilhjálmur segir að nú verði bara að bíða og sjá hvað ríkissaksóknari geri en að hann telji að reitt hafi verið ansi hátt til höggs með því að ákæra fyrir manndráp með ásetningi. Vel rökstudd niðurstaða „Ákærunni verður ekki breytt úr þessu. Þannig ég ætla að vonast til þess að ákæruvaldinu beri gæfa til þess að una þessari niðurstöðu enda er þetta mjög vel rökstutt, þessi hlutur dómsins,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að málið hafi valdið sínum skjólstæðingi óbætanlegu tjóni og að niðurstaðan komi ekki á óvart. Framburður skjólstæðings hans hafi verið á einn veg og verið trúverðugur. „Ég held hins vegar að það sé mjög brýnt og mikilvægt að Landspítalinn dragi lærdóm af þessu máli og taki ærlega til í sínum ranni.“ Ekkert til að vernda fólk Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði að lokinni dómsuppsögu í dag að engin önnur niðurstaða hefði átt að koma til greina og fagnaði henni. Hún kallaði þó á viðbrögð yfirvalda. „Hér er ekkert sem er að vernda fólkið í vinnunni að hér séu of fáir á vakt, fólk beðið um að hlaupa margfalt umfram vinnuskyldu og ekki eru stofnanirnar dregnar til ábyrgðar. Þannig nú er þetta algerlega komið í hendurnar á ríkisstjórninni og heilbrigðisstofnunum að hysja upp um sig í máli ef þau ætla að halda fólki í vinnu,“ sagði Guðbjörg en hægt er að lesa viðtal við hana hér að neðan. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Geðheilbrigði Dómsmál Tengdar fréttir Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37 Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Málið má rekja til ársins 2021 en þá var lögreglu tilkynnt um andlát á geðdeild. Stuttu síðar var hjúkrunarfræðingur, Steina Árnadóttir, handtekin á heimili sínu og síðar ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrir að hafa brotið gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Í dag var hún sýknuð af báðum ákærum og kemur fram í niðurstöðu dóms að dómurinn telji „ósannað að ákærða hafi á verknaðarstundu haft ásetning um að svipta brotaþola lífi“ og því beri að sýkna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður hjúkrunarfræðingsins, segir dóminn skýran og fagnaði niðurstöðunni við dómsuppsögu í dag. „Dómurinn er algerlega afdráttarlaus með það, eins og ég tel reyndar að hafi legið fyrir frá upphafi. Að ásetningur umbjóðanda míns stóð til þess að bjarga umræddum sjúklingi en ekki að fyrirkoma honum,“ segir Vilhjálmur og að þess vegna hafi umbjóðandi hans verið sýknaður. Ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til að ákveða hvort að hann áfrýi. Vilhjálmur segir að nú verði bara að bíða og sjá hvað ríkissaksóknari geri en að hann telji að reitt hafi verið ansi hátt til höggs með því að ákæra fyrir manndráp með ásetningi. Vel rökstudd niðurstaða „Ákærunni verður ekki breytt úr þessu. Þannig ég ætla að vonast til þess að ákæruvaldinu beri gæfa til þess að una þessari niðurstöðu enda er þetta mjög vel rökstutt, þessi hlutur dómsins,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að málið hafi valdið sínum skjólstæðingi óbætanlegu tjóni og að niðurstaðan komi ekki á óvart. Framburður skjólstæðings hans hafi verið á einn veg og verið trúverðugur. „Ég held hins vegar að það sé mjög brýnt og mikilvægt að Landspítalinn dragi lærdóm af þessu máli og taki ærlega til í sínum ranni.“ Ekkert til að vernda fólk Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði að lokinni dómsuppsögu í dag að engin önnur niðurstaða hefði átt að koma til greina og fagnaði henni. Hún kallaði þó á viðbrögð yfirvalda. „Hér er ekkert sem er að vernda fólkið í vinnunni að hér séu of fáir á vakt, fólk beðið um að hlaupa margfalt umfram vinnuskyldu og ekki eru stofnanirnar dregnar til ábyrgðar. Þannig nú er þetta algerlega komið í hendurnar á ríkisstjórninni og heilbrigðisstofnunum að hysja upp um sig í máli ef þau ætla að halda fólki í vinnu,“ sagði Guðbjörg en hægt er að lesa viðtal við hana hér að neðan.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Geðheilbrigði Dómsmál Tengdar fréttir Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37 Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00
Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37
Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34
Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10