HönnunarMars haldinn í apríl Íris Hauksdóttir skrifar 21. júní 2023 11:40 Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars. Aldís Pálsdóttir Sextánda árið í röð mun HönnunarMars breiða úr sér um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður landsins. Þar fá fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar sem og viðburðir að veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir. Dagskrá hátíðarinnar spannar allt frá arkitektúr, grafískrar hönnunar til fatahönnunar, vöruhönnunar, stafrænnar hönnunar og allt þar á milli. Hátíðin er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og hefur farið fram árlega frá árinu 2009. Pitsastund Studio Flétta og Ýrúarí sló í gegn á hátíðinni 2023.Aldís Pálsdóttir Þetta verður því í sextánda sinn sem gestum gefst tækifæri til að kynnast því sem er gerast í hönnun og arkitektúr þvert á fögin. „Við lifum á spennandi tímum breytinga,“ segir Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og heldur áfram. „Í þeim felast tækifæri fyrir hönnuði og arkitekta sem vinna að fjölbreytilegum verkefnum sem verða sýnileg öllum ár hvert á HönnunarMars. Hátíðin er síbreytileg og tekur á sig nýja mynd á hverju ári með fólkinu sem tekur þátt, sýnendum og sýningarstöðum, bakhjörlum og samstarfsaðilum, samstarfsfólki og stjórn, sem ég vil þakka sérstaklega. Það eru bjartir tímar framundan og ég hvet alla til að kynna sér sér alla þá grósku sem á sér stað í hönnun hér á landi allt árið um kring og ég hlakka til að leyfa HönnunarMars að blómstra í apríl 2024.“ Fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks er lykilviðburður hátíðarinnar og fer fram miðvikudaginn 24. apríl í Hörpu. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir innblástur og samtal um helstu þróun og breytingar knúin áfram af hönnun og arkitektúr. Hér má sjá stemninguna frá HönnunarMars fyrr á þessu ári. HönnunarMars 2023 / DesignMarch 2023 from Iceland Design and Architecture on Vimeo. HönnunarMars Tengdar fréttir Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. 3. maí 2023 11:50 HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 5. maí 2022 21:31 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný Sjá meira
Dagskrá hátíðarinnar spannar allt frá arkitektúr, grafískrar hönnunar til fatahönnunar, vöruhönnunar, stafrænnar hönnunar og allt þar á milli. Hátíðin er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og hefur farið fram árlega frá árinu 2009. Pitsastund Studio Flétta og Ýrúarí sló í gegn á hátíðinni 2023.Aldís Pálsdóttir Þetta verður því í sextánda sinn sem gestum gefst tækifæri til að kynnast því sem er gerast í hönnun og arkitektúr þvert á fögin. „Við lifum á spennandi tímum breytinga,“ segir Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og heldur áfram. „Í þeim felast tækifæri fyrir hönnuði og arkitekta sem vinna að fjölbreytilegum verkefnum sem verða sýnileg öllum ár hvert á HönnunarMars. Hátíðin er síbreytileg og tekur á sig nýja mynd á hverju ári með fólkinu sem tekur þátt, sýnendum og sýningarstöðum, bakhjörlum og samstarfsaðilum, samstarfsfólki og stjórn, sem ég vil þakka sérstaklega. Það eru bjartir tímar framundan og ég hvet alla til að kynna sér sér alla þá grósku sem á sér stað í hönnun hér á landi allt árið um kring og ég hlakka til að leyfa HönnunarMars að blómstra í apríl 2024.“ Fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks er lykilviðburður hátíðarinnar og fer fram miðvikudaginn 24. apríl í Hörpu. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir innblástur og samtal um helstu þróun og breytingar knúin áfram af hönnun og arkitektúr. Hér má sjá stemninguna frá HönnunarMars fyrr á þessu ári. HönnunarMars 2023 / DesignMarch 2023 from Iceland Design and Architecture on Vimeo.
HönnunarMars Tengdar fréttir Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. 3. maí 2023 11:50 HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 5. maí 2022 21:31 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný Sjá meira
Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. 3. maí 2023 11:50
HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 5. maí 2022 21:31