Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 16:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var nýverið ákærður vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída. Hann neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin, og önnur opinber gögn sem hann átti að afhenda samkvæmt lögum. Hann neitaði einnig að afhenda skjölin þegar honum var stefnt. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að leyna opinberum gögnum í stað þess að skila þeim. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Saksóknarar hafa komið höndum yfir upptöku af Trump tala við tvo rithöfunda um sumarið 2021. Þá sýndi hann þeim skjal sem hann sagði þá að væri leynilegt og hefði verið gert af Varnarmálaráðuneytinu. Á upptökunni viðurkenndi hann einnig að hafa ekki svipt leyndinni af skjalinu, eins og hann hefur lengi haldið fram að hann hafi gert. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Trump var í viðtali við Brett Baier hjá Fox í gær þar sem hann þvertók fyrir að skjalið hefði verið leynilegt. Þess í tað hefði það verið blaðaúrklippa. Þá hélt hann því fram að orð hans á upptökunni hefðu einnig snúist um blaðaúrklippur en ekki leynileg skjöl. A preview of my 2 part interview with former President Trump. #foxnews pic.twitter.com/Fa3M0skA9p— Bret Baier (@BretBaier) June 19, 2023 Í viðtalinu virðist Trump einnig viðurkenna að hafa ekki fylgt stefnu Dómsmálaráðuneytisins og segist hann ekki hafa skilað skjölunum, því hann hafi þurft að aðskilja þau frá einkamunum hans. „Ég var með kassa. Ég vil fara í gegnum þá og taka einkamunina mína úr þeim,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa verið mjög upptekinn. Ummæli Trumps í viðtalinu eru þau umfangsmestu sem hann hefur látið frá sér síðan baráttan um opinberu gögnin hófst. Samkvæmt frétt New York Times skipaði dómari Trump í gær að tjá sig ekki opinberlega um ný sönnunargögn sem verjendur hans hafa fengið aðgang að og virðist sem Trump ekki brotið gegn þeirri skipun. Aileen M. Cannon, dómari sem er yfir málinu gegn Trump, sagði í dag að réttarhöldin gegn forsetanum fyrrverandi ættu að hefjast þann 14. ágúst. Líklegt þykir að það muni tefjast vegna deilna sem þarf að úrskurða um áður en réttarhöldin geta hafist. Þar á meðal þarf að segja til um meðferð leynilegra gagna í réttarhöldunum. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump, hefur áður verið gagnrýnd fyrir að hægja verulega á rannsókn Dómsmálaráðuneytisins.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38 Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. 20. júní 2023 11:38
Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. 14. júní 2023 07:02
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05