Egill Ólafs útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2023 16:49 Skúli Helgason formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs, Egill Ólafsson borgarlistamaður 2023 og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir athöfnina. Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, útnefndi í dag Egil Ólafsson borgarlistamann Reykjavíkur árið 2023 við hátíðlega athöfn í Höfða. Í tilkynningu kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í Íslensku listalífi. Við athöfnina var Agli veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé. Ellen Kristjánsdóttir, Diddú, Ólafur Egilsson og Jónas Þórir fluttu tónlist eftir Egil. Þá flutti barnabarn Egils og alnafni eigin útsendingu af laginu Ekkert þras. Í tilkynningu er farið yfir feril og lífshlaup Egils: „Egill hefur verið mikilvirkur í íslensku listalífi í nærri hálfa öld sem söngvari, leikari og tónhöfundur. Hann hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum, svo sem Spilverki Þjóðanna, Þursaflokknum og Stuðmönnum. Að auki hefur hann hefur sungið í fjölmörgum söngleikjum, leikið í kvikmyndum, í sjónvarpi og á sviði og samið tónlist fyrir hátt í þrjátíu leikhúsverk, þar af þrjá söngleiki; Gretti, Evu Lunu og Come Dance With Me sem sýnt var á Off Broadway. Hljómplötur og geisladiskar sem Egill hefur komið að nálgast hundraðið, þar sem hann ýmist semur, syngur eða leikur á hljóðfæri og lög sem honum tengjast skráð hjá STEFi eru rúmlega sex hundruð. Nýlega var sýnd heimildarmynd um starf Egils og félaga hans í Þursaflokknum, þar sem hann starfaði sem forsprakki og aðaltónhöfundur,“ segir í tilkynningu. Dagur afhendir Agli viðurkenninguna.Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson Þá kemur fram að sólóplötur Egils séu níu talsins, sú nýjasta hafi komið út á þessu ári. Þá hafi hann einnig gefið út ljóðabækur og sú nýjasta hafi verið tilnefnd til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Að auki segir í tilkynningu að Egill hafi unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína, bæði sem sjálfstæður listamaður og með Stuðmönnum. Sem dæmi má nefna íslensku fálkaorðuna, gullmerki STEFs og hlustendaverðlaun Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir „Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í Íslensku listalífi. Við athöfnina var Agli veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé. Ellen Kristjánsdóttir, Diddú, Ólafur Egilsson og Jónas Þórir fluttu tónlist eftir Egil. Þá flutti barnabarn Egils og alnafni eigin útsendingu af laginu Ekkert þras. Í tilkynningu er farið yfir feril og lífshlaup Egils: „Egill hefur verið mikilvirkur í íslensku listalífi í nærri hálfa öld sem söngvari, leikari og tónhöfundur. Hann hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum, svo sem Spilverki Þjóðanna, Þursaflokknum og Stuðmönnum. Að auki hefur hann hefur sungið í fjölmörgum söngleikjum, leikið í kvikmyndum, í sjónvarpi og á sviði og samið tónlist fyrir hátt í þrjátíu leikhúsverk, þar af þrjá söngleiki; Gretti, Evu Lunu og Come Dance With Me sem sýnt var á Off Broadway. Hljómplötur og geisladiskar sem Egill hefur komið að nálgast hundraðið, þar sem hann ýmist semur, syngur eða leikur á hljóðfæri og lög sem honum tengjast skráð hjá STEFi eru rúmlega sex hundruð. Nýlega var sýnd heimildarmynd um starf Egils og félaga hans í Þursaflokknum, þar sem hann starfaði sem forsprakki og aðaltónhöfundur,“ segir í tilkynningu. Dagur afhendir Agli viðurkenninguna.Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson Þá kemur fram að sólóplötur Egils séu níu talsins, sú nýjasta hafi komið út á þessu ári. Þá hafi hann einnig gefið út ljóðabækur og sú nýjasta hafi verið tilnefnd til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Að auki segir í tilkynningu að Egill hafi unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína, bæði sem sjálfstæður listamaður og með Stuðmönnum. Sem dæmi má nefna íslensku fálkaorðuna, gullmerki STEFs og hlustendaverðlaun Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir „Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00