Magdeburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir vítakastkeppni | Gísli Þorgeir fór meiddur af velli Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 15:31 Gísli Þorgeir fór meiddur af velli rétt fyrir leikslok Vísir/Getty Magdeburg er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hádramatískan leik gegn Barcelona. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og aftur eftir framlengingu svo að úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira