Ja Morant dæmdur í 25 leikja bann Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 09:01 Ja Morant mun verða af töluverðum tekjum vegna bannsins, eða um 7,5 milljónum dollara Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA deildinni, mun hefja næsta tímabil í 25 leikja banni. Er þetta annað bannið sem Morant hlýtur á skömmum tíma, en bæði bönnin tengjast byssusýningum á samfélagsmiðlum. Í marsmánuði fékk Morant átta leikja bann en snéri aftur á völlinn 22. mars og kláraði tímabilið án mikilla hnökra. Morant þykir einn af öflugustu skorurum deildarinnar, en hann varð 11. stigahæsti leikmaður tímabilsins, með 25,4 stig að meðaltali í leik. Meðferð skotvopna á óábyrgan hátt er þó ekki það eina sem hefur komið Morant í klandur, en hann er einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað á heimili sínu þegar þeir spiluðu saman körfubolta. Morant bar við sjálfsvörn í yfirheyrslum hjá lögreglu og sagði að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans. Þá voru Morant og vinir hans sakaður um að beina laser á liðsrútu Indiana Pacers í vor og síðasta sumar var hann einnig sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð. Áttu þeir í samskiptum á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina og sá vörðurinn ástæðu til að tilkynnta Morant til lögreglu í kjölfarið. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, sagði í yfirlýsingu sinni að Morant yrði að hætta þessari hegðun sinni, þ.e. að sýna byssur á óábyrgan hátt á samfélagsmiðlum. Hann sagðist hafa áhyggjur af því fordæmi sem Morant sýndi með þessari hegðun, þar sem að mörg ungmenni líta upp til leikmanna deildarinnar. „Miðað við þessar aðstæður, þá teljum við að 25 leikja bann sé réttlát niðurstaða og undirstriki að kærulaus og óábyrgð hegðun í garð skotvopna verði ekki liðin af deildinni.“ - sagði Silver í yfirlýsingu sinni. Morant myndi undir venjulegum kringumstæðum þéna 33,5 milljónir á næsta tímabili en fyrir hvern leik sem bannið nær til skerðast þær tekjur um rúma 300.000 dollara, eða 7,5 milljónir alls. Það er um milljarður í íslenskum krónum á gengi dagsins í dag. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af Ja Morant eftir fjóra „kveðjupósta“ hans á Instagram Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar kveðjur sína nánustu og segir bless á samfélagsmiðlum. Það er ekkert skrítið að sumir hafi áhyggjur. 24. maí 2023 14:16 „Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. 15. maí 2023 16:31 Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14. maí 2023 19:30 Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. 16. mars 2023 16:00 Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Í marsmánuði fékk Morant átta leikja bann en snéri aftur á völlinn 22. mars og kláraði tímabilið án mikilla hnökra. Morant þykir einn af öflugustu skorurum deildarinnar, en hann varð 11. stigahæsti leikmaður tímabilsins, með 25,4 stig að meðaltali í leik. Meðferð skotvopna á óábyrgan hátt er þó ekki það eina sem hefur komið Morant í klandur, en hann er einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað á heimili sínu þegar þeir spiluðu saman körfubolta. Morant bar við sjálfsvörn í yfirheyrslum hjá lögreglu og sagði að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans. Þá voru Morant og vinir hans sakaður um að beina laser á liðsrútu Indiana Pacers í vor og síðasta sumar var hann einnig sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð. Áttu þeir í samskiptum á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina og sá vörðurinn ástæðu til að tilkynnta Morant til lögreglu í kjölfarið. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, sagði í yfirlýsingu sinni að Morant yrði að hætta þessari hegðun sinni, þ.e. að sýna byssur á óábyrgan hátt á samfélagsmiðlum. Hann sagðist hafa áhyggjur af því fordæmi sem Morant sýndi með þessari hegðun, þar sem að mörg ungmenni líta upp til leikmanna deildarinnar. „Miðað við þessar aðstæður, þá teljum við að 25 leikja bann sé réttlát niðurstaða og undirstriki að kærulaus og óábyrgð hegðun í garð skotvopna verði ekki liðin af deildinni.“ - sagði Silver í yfirlýsingu sinni. Morant myndi undir venjulegum kringumstæðum þéna 33,5 milljónir á næsta tímabili en fyrir hvern leik sem bannið nær til skerðast þær tekjur um rúma 300.000 dollara, eða 7,5 milljónir alls. Það er um milljarður í íslenskum krónum á gengi dagsins í dag.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af Ja Morant eftir fjóra „kveðjupósta“ hans á Instagram Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar kveðjur sína nánustu og segir bless á samfélagsmiðlum. Það er ekkert skrítið að sumir hafi áhyggjur. 24. maí 2023 14:16 „Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. 15. maí 2023 16:31 Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14. maí 2023 19:30 Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. 16. mars 2023 16:00 Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hafa áhyggjur af Ja Morant eftir fjóra „kveðjupósta“ hans á Instagram Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar kveðjur sína nánustu og segir bless á samfélagsmiðlum. Það er ekkert skrítið að sumir hafi áhyggjur. 24. maí 2023 14:16
„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. 15. maí 2023 16:31
Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14. maí 2023 19:30
Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. 16. mars 2023 16:00
Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31