Stal líkum barna sem fæddust andvana Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2023 14:46 Denise Lodge, sem er til vinstri, er ein þeirra sem hafa verið ákærð vegna stulds og sölu líkamsparta og líka í Massachusets, Pennsylvaníu Minnesota og Arkansas í Bandaríkjunum. AP/Steven Porter Alríkissaksóknarar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja umsjónarmann líkhúss læknadeildar Harvard skólans hafa selt líkamsparta líka sem gefin voru skólanum. Hann er sakaður um að hafa leyft kaupendum að koma í líkhúsið og velja sér líkamsparta til að kaupa en kaupendur hans og aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins. Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira