Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júní 2023 14:00 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, gagnrýnir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00
Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41