Alfreð áfram hjá Lyngby: „Ég mun aldrei gleyma síðasta tímabili“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 13:26 Alfreð Finnbogason verður í það minnsta eitt ár í viðbót hjá Lyngby. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby og spilar því með liðinu á næsta tímabili. Lyngby greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni, en Alfreð gekk til liðs við félagið í lok ágúst á síðasta ári. Alfreð lék þrettán leiki með Lyngby á nýafstöðnu tímabili í dönsku úrvalsdeildinni og spilaði stórt hlutverk í fallbaráttunni með liðinu sem endaði með því að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu á ótrúlegan hátt. „Ég mun aldrei gleyma síðasta tímabili. Þessi endurkoma og þessi samstaða sem við sýndum var algjörlega einstök og það er eitt af mínum mestu afrekum á ferlinum að hafa verið hluti af þessu liði,“ sagði Alfreð í samtali við heimasíðu Lyngby. ALFRED FINNBOGASON✍️Det er med stor glæde, at vi kan offentliggøre, at Alfred Finnbogason forlænger sin kongeblå aftale frem til sommeren 2024 😍Læs mere her: https://t.co/GlKCQ622RIAlfred Finnbogason præsenteres af Stålrør A/S! pic.twitter.com/j0p0NHkLjQ— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 14, 2023 Í deildinni lék Alfreð tíu leiki fyrir Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar og skoraði í þeim þrjú mörk. Í viðtali við Vísi í gær sagði Alfreð frá því hvernig liðið var 16 stigum frá öruggu sæti um jólin, en Freyr hafi haldið hópnum gangandi og í raun hafi þurft netta geðveiki til að hafa trú á verkefninu. Hann greindi svo frá því í sama viðtali að bæði væri vilji frá honum og félaginu að hann myndi vera eitt ár í viðbót hjá Lyngby og nú er það orðið staðfest. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Lyngby greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni, en Alfreð gekk til liðs við félagið í lok ágúst á síðasta ári. Alfreð lék þrettán leiki með Lyngby á nýafstöðnu tímabili í dönsku úrvalsdeildinni og spilaði stórt hlutverk í fallbaráttunni með liðinu sem endaði með því að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu á ótrúlegan hátt. „Ég mun aldrei gleyma síðasta tímabili. Þessi endurkoma og þessi samstaða sem við sýndum var algjörlega einstök og það er eitt af mínum mestu afrekum á ferlinum að hafa verið hluti af þessu liði,“ sagði Alfreð í samtali við heimasíðu Lyngby. ALFRED FINNBOGASON✍️Det er med stor glæde, at vi kan offentliggøre, at Alfred Finnbogason forlænger sin kongeblå aftale frem til sommeren 2024 😍Læs mere her: https://t.co/GlKCQ622RIAlfred Finnbogason præsenteres af Stålrør A/S! pic.twitter.com/j0p0NHkLjQ— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 14, 2023 Í deildinni lék Alfreð tíu leiki fyrir Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar og skoraði í þeim þrjú mörk. Í viðtali við Vísi í gær sagði Alfreð frá því hvernig liðið var 16 stigum frá öruggu sæti um jólin, en Freyr hafi haldið hópnum gangandi og í raun hafi þurft netta geðveiki til að hafa trú á verkefninu. Hann greindi svo frá því í sama viðtali að bæði væri vilji frá honum og félaginu að hann myndi vera eitt ár í viðbót hjá Lyngby og nú er það orðið staðfest.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira