„Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 13:23 Ágúst Jóhannsson framlengdi á dögunum samning sinn við Val til 2027. vísir/anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni. „Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira