Einnig verður rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að lokn um ríkisstjórnarfundi en ráðherraskipti innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið mikið í umræðunni undanfarna daga.
Þá heyrum við í skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg sem segir nauðsynlegtr að taka hart á auknu ofbeldi ungmenna.
Og við tölum við einn eigenda veitingastaðarins Óx sem segist himinlifandi með að hafa haldið Michelin stjörnunni sinni þrátt fyrir að hafa skipt um heimilisfang.