„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Hinrik Wöhler skrifar 12. júní 2023 22:30 Nik í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. „Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira