„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 22:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira