Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2023 22:01 Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. stöð 2/arnar Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“ Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“
Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira