Innlent

Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Moe's Bar í Jafnaselinu.Ganga þarf upp 23 steintröppur til að komast inn á barinn.
Moe's Bar í Jafnaselinu.Ganga þarf upp 23 steintröppur til að komast inn á barinn. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar.

Mbl.is greindi frá dómsniðurstöðunni í dag. Óskar Andri Jónsson, sem verður 28 ára á árinu, hlaut þriggja ára dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu fimm milljónir króna í bætur. Miska- og skaðabótakrafa í málinu hljóðaði upp á 150 milljónir króna.

Það var í október í fyrra sem karlmaður féll niður 23 steintröppur við Moe's bar í Jafnaseli í Reykjavík. Karlmaðurinn slasaðist alvarlega og reyndist ekki unnt að ræða almennilega við hann vegna slyssins, sem í ljós kom að var fólskuleg árás. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél reyndist lykilgagn í málinu. Þar mátti sjá Óskar Andra koma aftan að manninum þar sem hann stóð utandyra efst í tröppunum.

Óskar Andri sparkaði í bak mannsins þannig að hann féll niður steintröppurnar 23. Við það hlaut hann höfuðkúpubrot, dreifðar blæðingar í og við heila beggja vegna, alvarlegan og varanlegan heilaskaða. Heilaskaðinn felur í sér hugræna skerðingu, málftruflanir og takmarkaðan málskilning.


Tengdar fréttir

Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa

26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×