Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:30 Kjartan Henry Finnbogason fórnar höndum eftir að hafa skallað í Damir Muminovic sem lét sig falla í grasið. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira